Monday, December 21, 2009

14 nóvember 2003...!!

Fann gamalt blogg frá mér, blogg sem ég var að skrifa 2003 eða þegar ég var ung og vitlaus. Ætla að setja inn eitt blogg frá mér:

föstudagur, nóvember 14, 2003

DJÖ.....
oohhh. ég var búin að skrifa FULLT og það fffóóórrrr... aarrggg.... en hvað um það.. dagurinn í dag var frekarslæmur... vaknaði meðbeinverki dauðans og hálsbólgu og hita og allt... búin að hanga inni í allan helv... dag enda gafst ég upp eftir kvöldmat og fór út. Fór fyrst til Bertu að skila fötum sem hún lánaði mér síðustu helgi og fór svo til pabba gamla og við gláptum á "heima er bezt"... svo er þetta svo erfitt á fimmtudagskvöldum því þá er sex in the city og bachelor á sama tíma og mér langar svo að horfa á bæði uhuhuhu... þannig að ég er bara í því að svissa á milli rása:) FOKK... er svoo ekkert búin að læra í allan fukkings dagog það er ekki gott.. sjöfn skamm! En nú ætla ég að fara að sofa því það er skóli í fyrramálið kl 8 og ég verð að vera gallvösk:O)... góða nótt

Sæll... mestu áhyggjurnar í mínu lífi á þessum voru semsagt þær að ég var ekki búin að læra þennan dag og ég gat ekki ákveðið mig hvort ég myndi horfa á sex and the city eða bachelor!!! Æ þetta hefur verið alveg rosalegt ha! Get ég verið aftur 22ja ára í amk einn mánuð!?

Wednesday, December 16, 2009

Hef verið að velta því fyrir mér síðustu daga hvað ég virðist týna sjálfri mér þegar ég fer í samband...
En ég fatta það aldrei fyrr en ég er komin úr sambandinu! Það er ponku bömmer! Ég t.d. elska tónlist og helst mjög háa tónlist þegar ég er ein, ég upplifi sköpunarhæfileikann á ný og áhugann á að gera eitthvað fallegt fyrir sjálfa mig og aðra, ég fæ áhugann fyrir skemmtanalífinu aftur og síðast en ekki síst fæ ég alveg gríðarlegan áhuga á karlmönnum í kringum mig! Það er nú kannski ágætt að ég fái hann ekki á meðan ég er í sambandi, allavega ekki í óeðlilega miklu mæli.... en svo bara um leið og ég er komin úr sambandi þá er eins og það sé kveikt á on takkanum á bakinu á mér.... svo ótrúlega skemmtilegur takki! Og virkar svona líka fínt.... hef ekki einu sinni skipt um batterí!!!

En allavega... þá upplifði ég þetta mjög sterkt þegar ég hætti síðast í sambandi.... og líka núna. Já og tölum nú ekki um hversu dónaleg ég var single.... er að finna það í mér líka.... like? aha I like!

Tuesday, December 15, 2009

Risin upp frá dauðum...

Já æhhjj langaði eitthvað allt í einu að blogga aftur....

Ég veit í rauninni ekki hvernig blogg ég vil að þetta sé... sko ekki nenni ég að blogga um þjóðmálin nema í ofsalega litlu mæli! og ekki nenni ég að velta mér upp úr stjórnmálum og ekki nenni ég að telja upp daglegt amstur.... kannski ég komi bara með raunsögur héðan og þaðan... klúrar og kræsandi;) ekkert endilega af sjálfri mér heldur bara svona héðan og þaðan!

Ég held samt að þessi skyndilega bloggþörf sé bara pjúra athyglissýki.... svona eins og ég er alveg sjúk í að fara í sleik þessa dagana.... held að það sé líka pjúra athyglissýki og þörf fyrir að losa um einhverja spennu!

En ég er nú víst að fara út á lífið á föstudagskvöldið! Jólahlaðborð Fiskistofu... og svo er partý hjá skellibjöllunni. Ég er búin að lofa steina og olla að koma með mér í partýið... verst að þeir eru báðir á föstu og gera lítið gagn fyrir snælduvitlausar einstæðar mæður... en suss, það má nú horfa!

sp. um að taka orminn um helgina...
xxx
7fn

Monday, January 5, 2009

Almenningsklósett...

.. eru ágæt. En stundum væri ég alveg til í að fá að fara á almenningsklósett sem eru ekki svona básar þar sem allt heyrist, sérstaklega þegar dóttir mín fagra er með í för...

Við vorum í bíó í gær í smáralind. Á leiðinni út þá þurfti ég að pissa. Við mæðgur tróðum okkur saman inn á einn básinn og klósettið var það grósí að ég meikaði tótallý ekki að setjast á setuna. Þannig að ég skellti niður buxunum og sprændi um leið og ég fann krampana koma í aftanverð lærin. Á meðan ég pissaði stóð Saga fyrir aftan mig og sagði: "mamma þetta er rassinn þinn! hann er hér! Mamma þú ert ekki að kúkaaaaa, þú ert bara að pissa! Mamma, ég skeina þér." og ég svarði alltaf: "jájá þetta er hann, var gaman í bíó?" en hún nennti ekkert að tala um það á þessu mómenti, heldur hélt áfram að deila díteilum á rassinum á mér með öðrum klósettgestum:) Eins gott að ég þurfti ekki að kúka... nógu vandró að þurfa þess svona á almenningsstöðum, hvað þá ef ég væri með svona fínan túlk sem túlkar hverja einustu athöfn hjá mér... úff!

Svo fór mín ástkæra dóttir í leikskólann 2 jan, fyrsta skipti eftir jólafrí. Hún heimtaði að fara í "hjúkrunarkonukjól" í leikskólann sem sigurveig gaf henni e-n tímann. Svo þegar ég sótti hana þá sagði fóstran mér það að hún hafi sagt að hún hefði BARA fengið nammi ÖLL jólin! fóstran spurði hana hvort hún hafi ekki fengið neinn mat? nei nei hún fékk bara nammi... soldið svekkjandi þar sem ég reyni að halda henni frá þessu... hún fékk að vísu nammi, ætli henni hafi ekki fundist það svona hrikalega gaman að það er það eina sem kemst að hjá henni... ÉG SVER ÞAÐ HÚN FÉKK LÍKA MAT!;)

set inn nokkrar myndir fljótlega...

Thursday, December 11, 2008

Hlaupabóla... greeeeaaat!




Hæjjj


Já próflokablogg Sólrún mín.... hér kemur það!




Ég er semsé búin í prófum, kláraði í gær vúhúúú! korteri seinna sá ég að dóttir mín var þakin hlaupabólum.... great!

Lán í óláni samt, gott að þetta kom eftir próf en hræðileg tímasetning vinnulega séð! ég er að fara að halda námsskeið uppí vinnu á mánudaginn, er í fyrsta lagi ekkert búnað undirbúa það og í öðru lagi veit ég ekki hvort ég komist!! eg fer kannski bara með Bólu og fæ að smokra henni inná skrifstofu til Rósu rétt á meðan...

En hún Katrín sem var að passa hana útá Sólgarði ætlar að vera svo væn að passa hana á morgun fyrir mig... mega góð:) Og saga svo massaspennt að hún varð alveg mega fúl þegar ég sagði henni að hún þyrfti að sofa fyrst... henni fannst það GLATE!!

Barnið neitar að setja skóinn útí glugga! Henni finnst þetta bara alveg fáránlegt... að fá ókunnugan mann með skegg inn um gluggann um miðja nótt! ekki alveg hennar tebolli! En ég ætla nú að lauma honum í gluggakistuna á eftir þar sem að Grétar keypi fullan poka af dóti til að setja í skóinn:)
Sjitt er með svo mikinn samúðarkláða... garg!!

En í lokin vil ég þakka öllu elsku besta fólkinu mínu sem er búið að hjálpa mér á meðan þessi prófa ógeðis törn gekk yfir! ég hefði aldrei getað þetta án ykkar:* ég held að ég eigi bestu vini, bestu familíu og sérstaklega bestu barnlausu vini í heimi! almáttugur hvað ég er heppin;)


myndir dagsins eru af Bólu Sjafnardóttur.... sem fær eila bara hlaupabólur á magann! funny

7bba

Tuesday, December 2, 2008

Próf próf próf

Eins og myndin gefur til kynna er ég í prófalestri.....

Gangi mér vel!!!

Sjeibz

p.s. er í engun naríum... það veitir mér innblástur!;)

Tuesday, November 18, 2008

Gátlisti um aukinn sveigjanleika


já.. þessu var dreyft í tíma hjá mér í dag. tíu spurningar og maður átti að setja x í annað hvort a, b eða c eftir því sem átti við mann. ég merkti í a átta sinnum og b tvisvar sinnum. Svo kom niðurstaðan:

"Ef þú hefur oftast merkt við A, þá gætir þú verið undir verulegu álgai vegna skorts á jafnvægi í lífinu. Með tímanum gæti framleiðni þín minnkað. Heilsan, sambandi þitt við aðra og starfsgeta þín til framtíðar gæti beðið skaða. Farðu að huga að eigin þörfum svo þú getir haldið kröftum og lífsgæðum. Þú gætir beitt þér í starfsmannafélaginu að því að stuðla að auknum sveigjanleika til hagsbóta fyrir aðra Starfsmenn og vinnustaðinn í heild. Skoðaðu listann aftast í möppunni yfir aðila sem hægt er að leita til um persónulegan og faglegan stuðning við innleiðingu á auknum sveigjanleika."

Já sæll! Ættum við kannski að fara að safna í púkk fyrir líkkistu? ég set bara svona sparibauk á kommóðuna í holinu hjá mér... þið getið þá hent klinkinu í hann.. hlýt að ná í eina kistu á stuttum tíma.. ég er nú ekki stór svo hún er nú varla dýr! 

Það er ekki mikið eftir af þessari geðveiki... áfram ég!! vúhú:D

7bba

p.s. á þessari mynd hafði ég allan tímann í heiminum fyrir sjálfa mig! enda var ég ALLTAF full... spuring hvort er betra...